Heath Ledger látinn

Ástralski leikarinn Heath Ledger fannst látinn í íbúð í Sohohverfi á Manhattan í New York í dag. Ledger var 28 ára gamall og var árið 2005 tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Brokeback Mountain.

Kona sem starfaði við þrif í íbúðinni kom að leikaranum og var hann úrskurðaður látinn eftir að björgunarmenn komu á staðinn. Fréttastofan AP hefur eftir lögreglu að andlát Ledger tengist hugsanlega lyfjanotkun en tölfur munu hafa fundist við líkið. Að sögn blaðsins New York Times á leikkonan Mary-Kate Olsen íbúðina sem Ledger fannst í.

Heath Ledger flutti frá Ástralíu til Hollywood þegar hann var 19 ára og hann fékk fljótlega hlutverk í myndinni sem Mel Gibson leikstýrði og lék aðalhlutverkið í. Ledger lék síðan meðal annars í kvikmyndunum Monster's Ball og A Knights Tale og  hann hafði tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Dark Knight, sem er framhald kvikmyndarinnar Batman Begins

Ledger kynntist eiginkonu sinni, leikkonunni Michelle Williams árið 2005 við tökur á myndinni Brokeback Mountain. Þau eignuðust dótturina Matildu, en skildu á síðasta ári.

Heath Ledger í hlutverki sínu í Brokeback Mountain.
Heath Ledger í hlutverki sínu í Brokeback Mountain. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir