ABC gert að greiða háa nektarsekt

Jimmy Smits og Dennis Franz í hlutverkum sínum í NYPD …
Jimmy Smits og Dennis Franz í hlutverkum sínum í NYPD Blue.

Banda­ríska sjón­varps­stöðin ABC gæti þurft að reiða fram 1,4 millj­ón­ir dala í sekt fyr­ir að hafa sýnt þátt úr sjón­varpþáttaröðinni NYPD Blue þar sem kon­an sást nak­in.

Banda­ríska fjar­skipta­nefnd­in (FCC) seg­ir að þátt­ur­inn, sem er frá ár­inu 2003, hafi sýnt rasskinn­ar á konu bæði í nær­mynd og frá mörg­um sjón­ar­horn­um, að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC.

Það er álit nefnd­ar­inn­ar að það sé smekk­laust að sýna með móðgandi hætti kyn­ferðis­leg­ar at­hafn­ir eða fólk hafa hægðir í sjón­varpi fyr­ir kl. 22 á kvöld­in.

ABC vís­ar þessu á bug, og bend­ir á að rasskinn telj­ist ekki til kyn­færa.

Búið er að sekta all­ar 52 stöðvar ABC sem hafa sjón­varpað þætt­in­um um­deilda.

NYPD Blue hóf göngu sína árið 1993 og var fram­leiðslu þátt­anna hætt árið 2005. Í þætt­in­um um­deilda sést ung­ur dreng­ur koma naktri konu að óvör­um, en kon­an var á leiðinni í sturtu. Banda­ríska fjar­skipta­nefnd­in seg­ir að henni hafi borist fjöl­marg­ar kvart­an­ir vegna atriðis­ins, en í því sést jafn­framt annað brjóst kon­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ljúktu við allt sem fyrir liggur áður en þú byrjar á nýjum verkefnum. Ef þú veist að þú getur staðið við þitt, áttu ekki í vandræðum með að sannfæra aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Ljúktu við allt sem fyrir liggur áður en þú byrjar á nýjum verkefnum. Ef þú veist að þú getur staðið við þitt, áttu ekki í vandræðum með að sannfæra aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir