ABC gert að greiða háa nektarsekt

Jimmy Smits og Dennis Franz í hlutverkum sínum í NYPD …
Jimmy Smits og Dennis Franz í hlutverkum sínum í NYPD Blue.

Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC gæti þurft að reiða fram 1,4 milljónir dala í sekt fyrir að hafa sýnt þátt úr sjónvarpþáttaröðinni NYPD Blue þar sem konan sást nakin.

Bandaríska fjarskiptanefndin (FCC) segir að þátturinn, sem er frá árinu 2003, hafi sýnt rasskinnar á konu bæði í nærmynd og frá mörgum sjónarhornum, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Það er álit nefndarinnar að það sé smekklaust að sýna með móðgandi hætti kynferðislegar athafnir eða fólk hafa hægðir í sjónvarpi fyrir kl. 22 á kvöldin.

ABC vísar þessu á bug, og bendir á að rasskinn teljist ekki til kynfæra.

Búið er að sekta allar 52 stöðvar ABC sem hafa sjónvarpað þættinum umdeilda.

NYPD Blue hóf göngu sína árið 1993 og var framleiðslu þáttanna hætt árið 2005. Í þættinum umdeilda sést ungur drengur koma naktri konu að óvörum, en konan var á leiðinni í sturtu. Bandaríska fjarskiptanefndin segir að henni hafi borist fjölmargar kvartanir vegna atriðisins, en í því sést jafnframt annað brjóst konunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup