Fæddur í mannþröng

Gríðarlegar umferðarteppur hafa myndast í Kína en þar hefur Vetur …
Gríðarlegar umferðarteppur hafa myndast í Kína en þar hefur Vetur konungur hreiðrað um sig svo um munar. AP

Vanfær kínversk kona, sem hafði setið föst í rútu í kafaldsbyl í suðurhluta Kína í þrjá daga, fæddi lítinn dreng sem hún hefur ákveðið að skíra Zhongsheng, sem á íslensku þýðir „fæddur í mannþröng.“

Kínverska ríkisdagblaðið New Express greinir frá því í dag að  Chu Hongling, sem er 24 ára gömul, og eiginmaður hennar hafi ætlað að ferðast til heimabæjar hennar í Hunan-héraðinu þegar óveðrið skall á, en þar ætlaði Chu að fæða barnið. Bylurinn varð hins vegar til þess að gríðarleg umferðarteppa myndaðist í Guangdong-héraðinu.

Hjónin vörðu þremur dögum í nístandi frosti í rútunni. Eiginmaður hennar fór út á hverjum degi og gekk nokkrum sinnum yfir daginn 3,5 km til að ná í mat handa konu sinni.

„Okkur kom aldrei til hugar að við myndum sitja föst á hraðbrautinni í þrjá daga og þrjár nætur. Ég hafði miklar áhyggjur af því að þetta myndi skaða barnið,“ sagði Chu í samtali við blaðið, en hún hafði misst fóstur á síðasta ári. 

Lögreglan kom hjónunum loks til aðstoðar eftir að henni bárust upplýsingar um ástandið á konunni. Sjúkrabíll náði að þræða sig í gegnum umferðarteppuna og voru hjónin flutt á nálægt sjúkrahús þar sem drengurinn kom í heiminn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir