Víkingur Heiðar sigraði í einleikarakeppni í Juilliard

Víkingur Heiðar Ólafsson.
Víkingur Heiðar Ólafsson. Árvakur/Eyþór

Við vorum sjö í úrslitunum í keppni um að fá að spila Bartók-píanókonsert nr. 3 með hljómsveit skólans í Avery Fisher Hall, risastórum sal New York Fílharmóníunnar. Við spiluðum hvert á eftir öðru og ég vann,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson sem þótti bestur bestu píanónemenda Juilliard-tónlistarskólans í New York í túlkun sinni á verki Bartóks, en skólinn er í metum sem einn besti, ef ekki besti tónlistarskóli sem um getur.

Keppnin fór fram fyrir helgi, en tónleikarnir í Avery Fisher Hall verða 31. mars. Stjórnandi á þeim verður Roberto Abbado, sem virðist ekki ætla að gefa föður sínum, Claudio Abbado, neitt eftir í frama á stjórnandapallinum. „Þetta er geggjað – hann er að stjórna á Metropolitan og ég hef bara heyrt góða hluti um hann.“

Í dómnefnd voru þrír þekktir píanóleikarar; Barry Snyder – hann hélt tónleika í Salnum fyrir þrem árum; Alan Feinberg, sérfræðingur í samtímatónlist, og Phillip Kawin, en hann er prófessor við annan víðfrægan skóla, Manhattan School of Music. „Ég fann næstum til með þeim að þurfa að hlusta á sama Bartók-konsertinn sjö sinnum í röð. En það er frábært fyrir mig að fá svona stórt tækifæri rétt áður en ég klára skólann.“ Og hvað sögðu dómararnir við Víking? „Þeir voru hrifnir af tóninum mínum og fjölbreytni í túlkuninni.“

Minnstu munaði að Víkingur Heiðar yrði ekki með í keppninni. „Ég var með kammertónleika hér heima um daginn, og þegar ég kom út var ég ekkert ákveðinn í að fara í keppnina. Það voru allir löngu byrjaðir að æfa og ég var síðastur í gang. En ég tók brjálaða törn og æfði mig óhemju mikið í þrjár vikur – og þetta gekk upp.“ Víkingur kemur heim í dag en á þriðjudagskvöld spilar hann í Salnum með flautuleikaranum Denis Bouriakov. „Ég hef ekki hitt hann en hef heyrt að hann sé frábær.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. Þú ert ekki viss af hverju viss röð af atburðum átti sér stað og hvernig þú átt að bregðast við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. Þú ert ekki viss af hverju viss röð af atburðum átti sér stað og hvernig þú átt að bregðast við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach