Víkingur Heiðar sigraði í einleikarakeppni í Juilliard

Víkingur Heiðar Ólafsson.
Víkingur Heiðar Ólafsson. Árvakur/Eyþór

Við vorum sjö í úrslitunum í keppni um að fá að spila Bartók-píanókonsert nr. 3 með hljómsveit skólans í Avery Fisher Hall, risastórum sal New York Fílharmóníunnar. Við spiluðum hvert á eftir öðru og ég vann,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson sem þótti bestur bestu píanónemenda Juilliard-tónlistarskólans í New York í túlkun sinni á verki Bartóks, en skólinn er í metum sem einn besti, ef ekki besti tónlistarskóli sem um getur.

Keppnin fór fram fyrir helgi, en tónleikarnir í Avery Fisher Hall verða 31. mars. Stjórnandi á þeim verður Roberto Abbado, sem virðist ekki ætla að gefa föður sínum, Claudio Abbado, neitt eftir í frama á stjórnandapallinum. „Þetta er geggjað – hann er að stjórna á Metropolitan og ég hef bara heyrt góða hluti um hann.“

Í dómnefnd voru þrír þekktir píanóleikarar; Barry Snyder – hann hélt tónleika í Salnum fyrir þrem árum; Alan Feinberg, sérfræðingur í samtímatónlist, og Phillip Kawin, en hann er prófessor við annan víðfrægan skóla, Manhattan School of Music. „Ég fann næstum til með þeim að þurfa að hlusta á sama Bartók-konsertinn sjö sinnum í röð. En það er frábært fyrir mig að fá svona stórt tækifæri rétt áður en ég klára skólann.“ Og hvað sögðu dómararnir við Víking? „Þeir voru hrifnir af tóninum mínum og fjölbreytni í túlkuninni.“

Minnstu munaði að Víkingur Heiðar yrði ekki með í keppninni. „Ég var með kammertónleika hér heima um daginn, og þegar ég kom út var ég ekkert ákveðinn í að fara í keppnina. Það voru allir löngu byrjaðir að æfa og ég var síðastur í gang. En ég tók brjálaða törn og æfði mig óhemju mikið í þrjár vikur – og þetta gekk upp.“ Víkingur kemur heim í dag en á þriðjudagskvöld spilar hann í Salnum með flautuleikaranum Denis Bouriakov. „Ég hef ekki hitt hann en hef heyrt að hann sé frábær.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir