Dómari dæmdur í fangelsi

Róðukross.
Róðukross. Reuters

Ítalsk­ur dóm­ari var í dag dæmd­ur í eins árs fang­elsi fyr­ir að hafa neitað að sitja í dómssal þar sem róðukross hékk á veggn­um. Róðukross sýn­ir krist kross­fest­an.

Dario Visconti, sem er lögmaður dóm­ar­ans, seg­ist hafa orðið fyr­ir von­brigðum með úr­sk­urðinn, sem hann mun áfrýja fyr­ir hönd skjól­stæðings síns, Luigi Tosti. „Það að fjar­lægja róðukrossa er ekki leið til að móðga kristna menn held­ur er þetta leið til að gera dómssali hlut­lausa og ver­ald­lega,“ sagði hann.

Tosti hef­ur staðið í þess­ari bar­áttu frá ár­inu 2003. Hann hef­ur þegar áfrýjað í öðru dóms­máli sem var höfðað gegn hon­um vegna sama máls, en þar var hann dæmd­ur í sjö mánaða fang­elsi.

Árið 1926, á tím­um fas­ista­stjórn­ar Benitos Mus­sol­in­is, gaf dóms­málaráðuneyti lands­ins út til­skip­un þess efn­is að róðukross­ar skuli vera í öll­um ít­ölsk­um dóms­söl­um. Þessu hef­ur aldrei verið breytt.

Reglu­lega tak­ast Ítal­ir á um aðskilnað rík­is og kirkju í land­inu og er málið hluti af þeirri deilu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Notaðu daginn til þess að setja þér langtímamarkmið. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Notaðu daginn til þess að setja þér langtímamarkmið. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka