Köttur á ferð og flugi

Kettir taka upp á ýmsu óvæntu
Kettir taka upp á ýmsu óvæntu mbl.is

Köttur sem fór í þriggja vikna ferðalag um Bandaríkin lokaður inn í gámi er á leið heim til Flórída. Kötturinn, sem er tveggja ára, skreið inn í gám fyrir utan hús í Pompano Beach á Flórída er maður var að að undirbúa flutning til Phoenix í Arizona.

Gámurinn var geymdur í vöruskemmu í Flórída í einhvern tíma áður en hann var fluttur til Phoenix. Þar var á þriðjudag sem starfsmaður flutningsfyrirtækisins heyrði köttinn mjálma og fann inni í gámnum, svangan og þyrstan.

Þegar farið var að rannsaka málið kom í ljós að maðurinn sem var að flytja mundi eftir svipuðum ketti úr nágrenninu á Flórída og í ljós kom að kötturinn hét Meatloaf eða Kjöthleifur og hafði verið saknað í einhvern tíma. Höfðu eigendur Kjöthleifs hengt upp auglýsingar í nágrenninu og voru að vonum glöð þegar fréttist af kettinum í Phoenix. Mun Kjöthleifur fljúga heim fljótlega en hann þarf að jafna sig aðeins betur áður en hann heldur af stað í ferðalag á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki nóg að fá hugmyndir ef þú hrindir þeim ekki í framkvæmd. Farðu út í náttúrna. Kannski læknast efinn ef þú gerir einhverjum greiða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Kathryn Hughes
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki nóg að fá hugmyndir ef þú hrindir þeim ekki í framkvæmd. Farðu út í náttúrna. Kannski læknast efinn ef þú gerir einhverjum greiða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Kathryn Hughes
5
Torill Thorup
Loka