Kynmök taki sjö til þrettán mínútur

mbl.is

Bandarísk könnun sem byggð er á upplýsingum kynlífsfræðinga í Bandaríkjunum og Kanada hefur leitt í ljós að fólk nýtur kynmaka best þegar þau standa í sjö til þrettán mínútur. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þurfa kynmök að standa í þrjár mínútur til að fólki finnist athöfnin ekki taka allt of skamman tíma. Standi hún hins vegar lengur en þrettán mínútur finnst flestum athöfnin vera of löng. Greint er frá könnuninni í fagtímaritinu Journal of Sexual Medicine.

Tilgangurinn með könnuninni var m.a. að leiðrétta ýmsan misskilning varðandi það hvernig meginþorri fólks upplifir kynlíf. Segja aðstandendur hennar það mikilvægt til að draga úr óraunhæfum væntingum og sjálfsgagnrýni þeirra sem ekki upplifa kynlíf á þann hátt sem þeir telja sig „eiga” að gera.  

Samkvæmt fyrri rannsóknum telja Bandaríkjamenn að fullnægjandi kynmök standi að meðaltali í fimmtán til tuttugu mínútur. „Slíkar væntingar hljóta að ýta undir óánægju og ófullnægju segir Eric Corty, sem stýrði könnuninni sem fram fór við Behrend háskólann Pennsylvaníu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar