James Blunt með tónleika 12. júní

James Blunt mun skemmta íslendingum 12. júní nk.
James Blunt mun skemmta íslendingum 12. júní nk. Reuters

Tónlistarmaðurinn James Blunt mun halda tónleika í Laugardalshöll fimmtudaginn 12. júní nk., samkvæmt tilkynningu frá Concert.

Blunt kom með látum fram á sjónarsviðið með plötunni Back to Bedlam árið 2005 og seldust rúm 11 milljón eintök af henni. Platan fór í 1. sætið í 18 löndum og á topp 10 í 35 löndum til viðbótar. Blunt fékk fimm Grammy tilnefningar, tvenn MTV verðlaun og tvenn Brit verðlaun fyrir plötuna. Hér á Íslandi seldust um 6.000 eintök af henni.  Nýjasta plata Blunts, All the Lost Souls, kom út í september á síðasta ári og náði gullsölu á innan við viku.

Fyrir þá sem ekki vissu er vert að geta þess að áður en Blunt hóf tónlistarferil sinn starfaði hann í breska hernum. Fjölskylda hans á sér langa sögu í hernum og um leið og hann útskrifaðist úr Royal Military Academy Sandhurst  skráði hann sig til herstarfa. Hann tók m.a. þátt í friðargæslustörfum í NATO í Kosovo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup