Britney boðið hlutverk í London

Britney lék nýlega gestahlutverk í „How I Met Your Mother.“
Britney lék nýlega gestahlutverk í „How I Met Your Mother.“ AP

Britney Spears hefur verið boðið að leika í uppfærslu á „Sporvagninum Girnd" eða A Streetcar Named Desire, eftir Tennessee Williams í leikhúshverfinu West End í London.

Heimildamaður breska dagblaðsins Daily Star segir Britney hafa komið til greina í langan tíma fyrir hlutverk Blanche Dubois, eldri systurinnar sem á við persónulega erfiðleika að stríða.   Þátttaka Britney hefur hins vegar þótt of mikil áhætta, þar sem mikið hefur gengið á í lífi hennar að undanförnu. 

Gestahlutverk Britneyar í bandaríska þættinum How I Met Your Mother eða „Svona hitti ég móður þína, sem sýndur var í vikunni, breytti viðhorfi manna og þótti hún standa sig vel í hlutverkinu.  Hún er sögð hafa hæfileika og hafa sýnt góðan leik.

„Britney er ef til vill fremur ung til þess að leika Blanche en hún væri fullkomin í átakanlegt hlutverk Blanche sem notar áfengi til þess að fela sársauka," segir í Daily Star.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir