Tölvupóstur til fortíðarinnar

Skemmtileg nýjung frá Google.
Skemmtileg nýjung frá Google. AP

Athyglisverð nýjung hjá Google er nýr eiginleiki sem Gmail, ný útgáfa af vefpósti, er búin að fá. Hægt er að senda tölvupóst aftur í tímann.

Ósköp einfalt er að nota þessa nýjung. Nýr tími er stilltur og allur tölvupóstur sem sendur er til fortíðar birtist í réttri tímaröð hjá viðtakanda. Einnig er hægt að velja hvort pósturinn birtist hjá viðtakanda eins og hann hafi lesið hann eður ei.

Hægt er að senda tölvupóst aftur til 1. apríl 2004, eða til þess dags sem Gmail var hleypt af stað. Ef hægt væri að senda tölvupóst úr Gmail áður en búnaðurinn var til væri það svipað og að eyða tíma með mömmu og pabba áður en viðkomandi fæddist.

Það sem gerir þessa nýjung mögulega er s.k. „grandfather paradox“, eða þversögn afa. Það er e.k. þversögn tímaferðalags en greint var frá því fyrst í bók René Barjavel The Imprudent Traveller árið 1943.  Hægt er að finna langa og greinargóða skýringu á þversögn tímaferðalags hér.

Það skal þó taka fram að hverjum notanda er eingöngu úthlutað 10 skilaboðum sem hægt er að nota á þennan máta á hverju ári. Rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að ef hver manneskja fengi meira en 10 tölvupósta úr fortíðinni myndi fólk missa trúna á nákvæmni tímans. Þessi stórskemmtilegi kostur myndi þá verða að mestu gagnslaus. Sjá nánar um Gmail Custom Time hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg