Lenti á rangri Þórshöfn

Rus­sell Trocano brá held­ur bet­ur í brún í gær­morg­un þegar hann áttaði sig á að hann var stadd­ur á flug­vell­in­um á Þórs­höfn á Langa­nesi en hann hafði á hinn bóg­inn talið sig vera á leið til Þórs­hafn­ar í Fær­eyj­um.

Kunn­ingi Rus­sells hafði bókað fyr­ir hann ferðina á net­inu en Rus­sell flaug frá Banda­ríkj­un­um og stóð til að hann færi frá Íslandi til Fær­eyja.

Í gær­morg­un fór hann með flugi frá Reykja­vík til Ak­ur­eyr­ar og taldi sig vera að fara þaðan til Fær­eyja með viðkomu á Vopnafirði.

Töldu uppá­kom­una aprílgabb

Rus­sell fór með vél­inni til baka til Ak­ur­eyr­ar og hyggst sleppa Fær­eyja­ferðinni og dvelja á Ak­ur­eyri í nokkra daga áður en hann fer aft­ur til Banda­ríkj­anna.

Aðspurður sagði Rus­sell að sér hefði ekki dottið annað í hug en hann væri á leið til Fær­eyja miðað við hvað flugið kostaði. Hann taldi að ekki gæti verið um að ræða svo dýrt far inn­an­lands en farið frá Reykja­vík til Þórs­hafn­ar kostaði hann 24.000 krón­ur.

Hon­um leist þó ekki á blik­una þegar hann steig upp í Twin Otter-vél Flug­fé­lags Íslands sem hann hélt að ætti að flytja sig til Fær­eyja en sagði eft­ir ferðina að flugið hefði verið býsna skemmti­legt þrátt fyr­ir nokkra ókyrrð.

Rus­sell sem er Banda­ríkjamaður starfar sem lög­fræðing­ur og hef­ur komið nokkr­um sinn­um til Íslands í tengsl­um við lög­fræðistörf fyr­ir ís­lenska kunn­ingja sína. Í þetta skiptið hugðist hann þó ein­ung­is milli­lenda hér á leið sinni til Fær­eyja.

Að sögn starfs­manna á flug­vell­in­um á Ak­ur­eyri hafa til­felli sem þessi komið upp áður þó það sé ekki al­gengt.

Ferð til Gríms­eyj­ar sem sára­bót

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú finnur til mikillar verndartilfinningar gagnvart vini í dag. Mundu að þú ert best til þess fallinn að dæma um það hvaða leið hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú finnur til mikillar verndartilfinningar gagnvart vini í dag. Mundu að þú ert best til þess fallinn að dæma um það hvaða leið hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils