Eftirlíking af víkingaskipi, búin til úr 15 milljónum trépinna, er loks lagt af stað frá Hollandi til Lundúna. Robert McDonald, skipstjóri, vonast til að sigla skipinu, sem er 15 metra langt og nefnist Þór, yfir Atlantshafið til Norður-Ameríku með viðkomu á Íslandi og Grænlandi og fylgja þannig í kjölfar víkinga.
McDonald, sonur hans og yfir 5000 skólabörn smíðuðu skipið og tók verkið fjögur ár.