Skilja ekki Júróvisjón

Egill „Gillz“ Einarsson
Egill „Gillz“ Einarsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eg­ill „Gillz“ Ein­ars­son, hljóm­borðsleik­ari stuðsveit­ar­inn­ar Merzedes Club, sem varð í öðru sæti í und­an­rás­um Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva hér á landi í vet­ur, seg­ir ís­lensku þjóðina mis­skilja keppn­ina. Eg­ill ósk­ar Euroband­inu eigi að síður góðs geng­is í Serbíu.

„Von­ar maður ekki alltaf að Íslandi vegni vel? Ég á samt ekki von á því Eurobandið vinni keppn­ina, til þess er írski kalk­ún­inn of stór biti. Írar skilja að Júróvi­sjón er skemmtikeppni en ekki söngv­akeppni eins og hún var í gamla daga. Það eru bara gaml­ir bakradda­söngv­ar­ar eins og Guðrún Gunn­ars­dótt­ir sem taka þessa keppni al­var­lega. Íslend­ing­ar eru því miður ekki ennþá bún­ir að fatta að þetta er grín. Ann­ars hefðu þeir valið okk­ur. Þeir fengu tæki­færi til að senda gott grín­atriði og lag eft­ir einn mesta tón­list­arsnill­ing þjóðar­inn­ar til Serbíu en gerðu ræki­lega í bræk­urn­ar. Grát­legt.“

Eg­ill er keppn­ismaður en kveðst eigi að síður aðeins hafa verið fúll í fimm mín­út­ur. „Það þýðir ekk­ert að væla yfir þessu og eft­ir á að hyggja er ég bara feg­inn að við unn­um ekki. Við erum líka langt­um vin­sælli en hljóm­sveit­in sem vann. Það sér ekki fyr­ir end­ann á þessu æv­in­týri og ég ætla að vera í Merzedes Club meðan ég nýt þess. Hvernig er ekki hægt að hafa gam­an af þessu, við fé­lag­arn­ir inni á kló­setti að bera á okk­ur brúnkukrem.…“

Ítar­lega er rætt við Egil í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins

Egill „Gillz“ Einarsson
Eg­ill „Gillz“ Ein­ars­son mbl.is/​Krist­inn
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Að taka áhættu í einhverju sem viðkemur tjáskiptum, er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Að taka áhættu í einhverju sem viðkemur tjáskiptum, er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir