Frakkar bálreiðir út af enskunni

Tónlistarmaðurinn Sebastien Tellier, sem keppir fyrir hönd Frakklands í Evróvisjón, segir þjóð sína skiptast í tvær fylkingar í afstöðu til lagsins „Divine“, vegna þess að það er sungið á ensku. Pólitíkusar hafi meira að segja látið í sér heyra í tungumáladeilunni.

Tellier segir ráðherra menningarmála og hinnar frönsku tungu hafa sent sér bréf og greint frá afstöðu sinni til málsins. Tellier segir stóran hluta Frakka afar stoltan yfir frönskum hljómsveitum á borð við Air og Daft Punk þó svo þær syngi á ensku. Sömu Frakkar hafi glaðst yfir því að hann ætti að flytja Evróvisjónlag þeirra í ár. Íhaldssamari Frakkar vilji að hann syngi á frönsku.

„Það eru allir að tala um þetta í sjónvarpinu. Stundum vill einhver gömul kona taka mynd af sér með mér úti á götu, þetta er alveg nýr hlustendahópur fyrir mig,“ segir Tellier. Hann er enda þekktur fyrir allt annað en Evróvisjóntónlist, hefur verið í tilraunakenndari kantinum í poppi. Tellier segir Evróvisjón ekki listræna uppákomu. Lagið „Divine“ hafi hreinlega hljómað betur á ensku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir