Ísland varð í 8. sæti í undankeppninni

Regína Ósk og Friðrik Ómar á sviðinu í Belgrad í …
Regína Ósk og Friðrik Ómar á sviðinu í Belgrad í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í kvöld. Reuters

Íslendingar urðu í áttunda sæti í síðari undankeppni Eurovison söngvakeppninnar í Belgrad á fimmtudag en stigin voru birt í kvöld eftir að úrslitin í lokakeppninni lágu fyrir. Athygli vekur, að Svíar, sem spáð var velgengni, lentu í 12. sæti í sínum riðli í undankeppninni en 10 þjóðir fóru áfram úr hvorum riðli í úrslitin. Sérstök dómnefnd valdi sænska lagið í úrslitin.

Í riðli Íslands í undankeppninni fengu Úkraínumenn 152 stig í 1. sæti, Portúgalar voru í 2. sæti með 120 stig, Danir og Króatar í í 3.-4.  sæti með 112 stig, Georgíumenn í 5. sæti með 107 stig, Lettar í 6. sæti með 86 stig, Tyrkir í 7. sæti með 85 stig, Íslendingar í 8. sæti með 68 stig, Albanar í 9. sæti með 67 stig og Svíar í 10. sæti með 54 stig.

Danir og Svíar gáfu  Íslendingum 10 stig, Frakkar 8 og Ungverjar 7 svo nokkuð sé nefnt. Íslendingar gáfu Dönum 12 stig eins og í úrslitunum, Portúgölum 10 og Svíum 8 stig.

Úrslit undankeppninnar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir