Páll Óskar fær jakka í bónusvinning með sigri

Lára Guðrún Ævarsdóttir með jakkann góða.
Lára Guðrún Ævarsdóttir með jakkann góða. mbl.is/Golli

Sigri Eurobandið í Belgrad í kvöld felur það í sér óvæntan aukabónus fyrir Pál Óskar Hjálmtýsson, Evróvisjónspeking og textahöfund íslenska framlagsins með meiru. Pétur Óli Pétursson hefur nefnilega ánafnað honum jakka af skrautlegra taginu, komist Íslendingar alla leið í keppninni.

„Við höfum aldrei verið jafnspennt yfir því að Ísland kæmist upp úr úrslitunum í söngvakeppninni,“ segir Lára Guðrún Ævarsdóttir, einn eigenda verslunarinnar Moods of Norway sem nýverið var opnuð við Hverfisgötu í Reykjavík.

Ástæðan er jakki, sem nánast var slegist um í opnunarteiti verslunarinnar í byrjun mánaðarins. „Þetta er skræpóttasti og dýrasti jakkinn í búðinni og Pétur Óli vildi fá að kaupa hann á staðnum,“ útskýrir Lára. „Ég bað hann að koma daginn eftir þegar búðin yrði opnuð formlega en þá bauð hann hærra verð en sett var á jakkann og staðgreiddi. Á eftir hélt hann ræðu þar sem hann hét því að jakkinn yrði eign Páls Óskars Hjálmtýssonar ef Ísland myndi vinna Evróvisjón. Enda gæti enginn annar borið þennan jakka með reisn.“

Síðan hefur jakkinn verið til sýnis í versluninni. „Við höfum fengið fleiri tilboð í hann þannig að ég á í mestu vandræðum með að halda honum inni í búðinni. Við fengum bara einn svona jakka enda er hann þannig að þú vilt ekki mæta öðrum í eins flík í kokteilboði – sérstaklega ekki í litlu Reykjavík,“ segir Lára og hlær.

Aðspurð segir hún nokkuð víst að jakkinn passi á Pál Óskar. „Þetta er 48 – prímastærð fyrir svona granna og stælta menn!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir