Söngvakeppnin gekk fram af Sir Terry

Dima Bilan fagnar sigri í Belgrad í gærkvöldi.
Dima Bilan fagnar sigri í Belgrad í gærkvöldi. Reuters

Sir Terry Wogan, sem hefur lýst Eurovision söngvakeppninni fyrir BBC eins lengi og elstu menn muna, er nóg boðið eftir keppnina í gærkvöldi og segist vera að íhuga að hætta þar sem söngvakeppnin sé ekki lengur tónlistarkeppni heldur pólitísk áhrifakeppni.

Sir Terry segir við fréttavef BBC, að Evrópupólitík sé orðin ráðandi í keppninni. „Rússar áttu frá upphafi að verða hinir pólitísku sigurvegarar," segir hann.

Dima Bilan, fulltrúi Rússa, vann keppnina með nokkrum yfirburðum og fékk m.a. 12 stig frá Lettlandi, Eistlandi, Litháen, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Armeníu, sem allt eru fyrrum Sovétlýðveldi. Það voru aðeins Vestur-Evrópuþjóðir á borð við Ísland og Svíþjóð sem ekki gáfu Rússum stig. 

Bretinn  Andy Abraham endaði hins vegar í 25. og síðasta sæti og fékk aðeins stig frá Írlandi og San Marino. Wogan sagði þessa niðurstöðu valda miklum vonbrigðum þar sem Abraham hefði staðið sig afar vel og átt skilið fleiri stig.

Wogan sagði, að Vestur-Evrópuþjóðir yrðu að íhuga hvort þær vilji taka þátt í keppninni hér eftir vegna þess, að möguleikar þeirra á sigri séu afar litlir.

Ítalar og Austurríkismenn tóku ekki þátt í ár og fyrir nokkrum mánuðum sagði Wolfgang Lorenz, útvarpsstjóri austurríska ríkisútvarpsins ORF, að Eurovision endurspeglaði greinilega hina flóknu stöðu í sameinaðri Evrópu. Keppnin snúist ekki lengur um gæði laganna heldur hvaða þjóð býður þau fram.

„Á meðan söngvakeppnin er aðeins pólitísk skrúðganga en ekki alþjóðlegur skemmtiþáttur hefur ORF ekki áhuga á að senda listamenn í keppni sem þeir eiga enga möguleika á að vinna."  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir