Enn til miðar á Dylan

Bob Dylan á tónleikum.
Bob Dylan á tónleikum. AP

Bob Dylan mun halda tónleika í nýju Laugardalshöllinni í kvöld og mætir hann stundvíslega á svið klukkan 20. Búast má við að kappinn taki nokkur lög af nýjustu plötu sinni, Modern Times, í bland við gamla slagara. Enn eru miðar fáanlegir á tónleikana en salan hefur tekið góðan kipp þannig að búast má við fullu húsi í kvöld, að sögn Ísleifs Þórhallssonar framkvæmdarstjóra Concert.  

Bob Dylan og föruneyti hans kom til lands í gær og gekk allt hratt fyrir sig úti á velli. Með Dylan í för er hljómsveit og tæknifólk, samtals um 25 manns. Tæknifólkið er búið að fara í höllina að kíkja á uppsetninguna og voru þeir mjög sáttir við allt.   

Svo virðist sem allur hópurinn og Dylan sjálfur séu bara í góðu stuði „Okkur heyrist á þeim sem eru í kringum hann að hann sé í mjög góðu stuði bara. Hann og allur hópurinn,“ sagði Ísleifur Þórhallsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan