Alexandra Helga valin ungfrú Ísland

Ingibjörg Ragnheiður, Alexandra Helga og Sonja Björk sitja á sviðinu …
Ingibjörg Ragnheiður, Alexandra Helga og Sonja Björk sitja á sviðinu í Broadway eftir að úrslitin voru tilkynnt. mbl.is/Haraldur

Alexandra Helga Ívarsdóttir, 18 ára úr Grafarvogi í Reykjavík, var í kvöld valin ungfrú Ísland 2008. Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir, 23 ára Austfirðingur, varð í öðru sæti og Sonja Björk Jónsdóttir, 18 ára úr Svarfaðardal, varð í þriðja sæti.

Alexandra Helga, sem einnig var valin LCN stúlkan, stundar nám við Menntaskólann við Sund. Hún mun taka þátt í keppninni Miss World, sem fer fram í Úkraínu í október.

Ingibjörg Ragnheiður, sem einnig var valin Valensia og Sothys stúlkan, keppir í Miss Universe keppninni í Víetnam í júní.

Hanna Lind Garðarsdóttir var valin ljósmyndafyrirsæta Íslands og vinsælasta stúlkan var Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir. Símastúlkan, sem valin var í símakosningu áhorfenda Skjás eins, var Iðunn Jónasardóttir. 

Það vakti athygli, að dómnefnd keppninnar bað um nokkurra mínútna frest þegar tilkynna átti úrslitin á Broadway og því lágu þau ekki fyrir fyrr en um klukkan hálf eitt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar