Efnaárás reyndist karrý

Farþegaþota British Airways á leið frá Belgrad til London þurfti að snúa við og lenda aftur í Belgrad og rýma flugvélina. Ástæðan var sú að farþegarnir fundu lykt af því sem þeir töldu vera banvænt gas. Farþegarnir voru að vonum skelfingu lostnir og þurfti því að grípa til þessa neyðarúrræðis.

Í fyrstu héldu sérfræðingar á Nikola Tesla flugvellinum í Belgrad að hylki sem innihéldi sterk og hættuleg efni hefði opnast. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að lyktin stafaði af karrýi sem geymt var í stóru íláti í geymslurými þotunnar.

Tugir farþega þustu úr þotunni eftir að henni var lent aftur á flugvellinum og sérstök neyðaráætlun var strax sett í framkvæmd. Flugvallarstarfsmenn huldir sérstökum öndunargrímum hjálpuðu öskrandi farþegum úr vélinni. Eflaust hefur fólki létt töluvert þegar í ljós kom að ekki var um efnaárás hryðjuverkahóps að ræða heldur aðeins box af karrýi sem ekki hafði verið lokað nógu vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan