Heimsmeistarar í megrun barna

Hvergi á Vesturlöndum er jafnhátt hlutfall 13 og 15 ára stúlkna í megrun og hér á landi, samkvæmt nýlega birtri rannsókn Aljóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

Tæpur þriðjungur 13 ára íslenskra stúlkna í rannsókninni sagðist vera í megrun, sem er hæsta hlutfall í þeim löndum sem könnunin náði til. 18% stráka á þessum aldri sagðist vera í megrun, sem er næsthæsta hlutfall stráka í þeim aldursflokki, á eftir bandarískum.

Meðal 15 ára stúlkna sögðust 35% svarenda vera í megrun, en það er einnig hæsta hlutfall meðal landa í rannsókninni. 14% fimmtán ára stráka hér á landi sagðist vera í megrun, sem er þriðja hæsta hlutfall stráka í þeim aldursflokki.

Rannsóknin náði einnig til 11 ára barna, en þar var ástandið ekki jafnslæmt hér á landi borið saman við önnur lönd. 17% stúlkna og 19% stráka á þessum aldri sögðust í megrun hér á landi, samanborið við 25% stelpna og 20% stráka í Bandaríkjunum, þar sem hæst hlutfall 11 ára barna var í megrun.

Könnunin fór þannig fram að krakkarnir voru spurður hvort þeir væru að gera eitthvað til að reyna að megra sig. Spurningarnar voru lagðar fyrir í skólum í 41 landi.

Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri og stjórnandi rannsóknarinnar á Íslandi, bendir á að umhugsunarvert sé að hlutfall stúlkna sem eru of feitar er töluvert lægra en hlutfall stúlkna í megrun.

Könnunin leiddi í ljós að 10% ellefu ára stúlkna og 15% stráka á Íslandi sögðust of feit samkvæmt BMI-líkamsþyngdarstuðlinum. 12% þrettán ára stúlkna og 16% þrettán ára stráka sögðust of feit, en 12% fimmtán ára stúlkna og 22% fimmtán ára stráka. Borið saman við önnur lönd eru íslenskir krakkar í 8. sæti (15 ára) til 21. sæti (11 ára) í þessum efnum.

Þóroddur segir sjálfstæði íslenskra barna mögulega skýra að hluta hvers vegna þau reyni að taka stjórn yfir þyngd sinni þetta snemma í eigin hendur. „Stundum hrósum við þeim fyrir sjálfstæðið, en í þessum efnum hlýtur það að teljast neikvætt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup