Þýskir útivistarmenn sjá rándýr í hverju horni

Yf­ir­völd í Lahn-Dill-héraði í Hessen í suður­hluta Þýska­lands rann­saka full­yrðing­ar nátt­úru­unn­enda þess efn­is að brún­björn vappi um skóg­lendi héraðsins. Fjöldi fólks seg­ist hafa séð björn­inn und­an­far­inn mánuð. Raun­ar geng­ur eitt vitnið svo langt að segja tvo birni hafa gengið fram­hjá sér 19. júní síðastliðinn.

Lög­regl­an hef­ur fengið bjarna­sér­fræðinga frá dýrag­arðinum í Þýr­ingalandi til liðs við sig. Þeir hafa rann­sakað ít­ar­lega svæðin, þar sem til meintra bjarn­ar­dýra hef­ur sést. Til þessa hafa aðeins fund­ist spor eft­ir klauf­dýr – sem þykir benda til þess að vill­is­vín hafi átt leið um svæðið.

Síðasti sjón­ar­vott­ur­inn er maður sem seg­ist hafa staðið aug­liti til aug­lit­is við björn á sunnu­dag. Seg­ist hann vita full­vel hvernig birn­ir líti út og seg­ir af og frá að um vill­is­vín hafi verið að ræða.

Sér­fræðing­ar segja að brún­birn­ir þyrftu að leggja á sig ferðalag yfir Alpa­fjöll­in til að skjóta upp koll­in­um í Þýskalandi. Það gerðist síðast í Bæj­aralandi árið 2006. Þeim birni var gefið nafnið Bruno, og var hon­um banað af veiðimanni á veg­um rík­is­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. Hafðu gætur á peningunum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. Hafðu gætur á peningunum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant