Klónastríðin hefjast

George Lucas með Jet syni sínum og Mellody Hobson vinkonu …
George Lucas með Jet syni sínum og Mellody Hobson vinkonu sinni. Reuters

Sér­stök for­sýn­ing var á Stjörnu­stríðsteikni­mynd­inni The Clone Wars í Hollywood á sunnu­dag­inn, en mynd­in fer í al­menn­ar sýn­ing­ar ytra á föstu­dag­inn og verður frum­sýnd hér­lend­is þann 29. ág­úst.

Geor­ge Lucas var mætt­ur með kær­ust­una Mellody Hob­son upp á arm­inn sem og geim­stúlk­una Ah­soka Tano. Þarna voru einnig mætt ógrynni Storm­sveit­ar­manna og heiður­svél­menni á borð við R2D2 og C3PO sem og ýms­ir leik­ar­ar sem léðu per­són­um radd­ir sín­ar í mynd­inni. Þá voru leik­ar­ar á borð við For­est Whita­ker og Seth Green á svæðinu.

Menn hafa beðið lengi eft­ir mynd með þessu nafni, en orðróm­ur um að ein­hver Stjörnu­stríðsmynd ætti að heita eft­ir þessu stríði hef­ur verið þrálát­ur og spáðu menn þess­ari nafn­gift á all­ar mynd­irn­ar þrjár í nýju serí­unni. Þessi á hins veg­ar að ger­ast á milli ann­ar­ar og þriðju mynd­ar­inn­ar (Attack of the Clones og Revenge of the Sith).

Anak­in Skywal­ker og Obi-Wan Kenobi koma báðir við sögu en einnig eru nýj­ar per­són­ur eins og Rotta the Hut, son­ur hins ófrýni­lega Jabba the Hut og áður­nefnd geim­stúlka, Ah­soka Tano, sem er lær­ling­ur Anak­ins. Ýmsir auka­leik­ar­ar úr bíó­mynd­un­um, svo sem Samu­el L. Jackson og Christoph­er Lee, munu end­ur­taka hlut­verk sín en það eru nýir leik­ar­ar sem ljá stærri per­són­um radd­ir sín­ar.

Upp­haf­lega áttu The Clone Wars raun­ar aðeins að vera sjón­varpsþætt­ir en þegar Lucas sá fyrstu sen­urn­ar þá ákvað hann að bíó­mynd yrði gerð fyrst, hún mun svo leiða inn í sjón­varpsþætt­ina sem vænt­an­leg­ir eru á banda­ríska sjón­varps­skjái strax í kjöl­farið, en áætlað er að um meira en hundrað þætti verði að ræða. as­geir­hi@mbl.is

R2D2 á rauða dreglinum,.
R2D2 á rauða dregl­in­um,. Reu­ters
Stormsveitarmenn voru út um allt.
Storm­sveit­ar­menn voru út um allt. Reu­ers
Hjónin Forest og Keisha Whitaker koma til sýningarinnar.
Hjón­in For­est og Keisha Whita­ker koma til sýn­ing­ar­inn­ar. Reu­ters
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell