42 milljónir fyrir brenndan gítar

Gítarinn frægi. Sótsvartur eftir mikið rokk og ról funheits gítarleikara.
Gítarinn frægi. Sótsvartur eftir mikið rokk og ról funheits gítarleikara. Reuters

Fyrsti rafmagnsgítarinn sem tónlistarmaðurinn Jimi Hendrix brenndi á sviði var sleginn á 280.000 pund (rúmar 42 milljónir kr.) á uppboði í London í dag.

Hendrix kveikti í gítarnum, sem er af Fender Stratocaster gerð frá árinu 1965, á frægum tónleikum sem fram fóru í Finsbury Astoria í London árið 1967. Svo mikill var hamagangurinn á tónleikunum að Hendrix varð að fara á sjúkrahús í kjölfar tónleikanna, en hann hlaut minniháttar brunasár á höndum.

Aðstoðarmaður gítarhetjunnar, Tony Garland, tók gítarinn og geymdi hann fyrst um sinn á skrifstofu sinni. Síðar var hljóðfærinu komið fyrir í bílskúr foreldra Garlands þar sem hann var geymdur næstu áratugina. Það var svo ungur frændi Garland sem fann svo gítarinn í skúrnum í fyrra.

Ýmsar rokkminjar voru seldar á uppboðinu auk gítarsins, þar á meðal fyrsti samningurinn, sem Bítlarnir gerðu við Brian Epstein, umboðsmann þeirra, og umsókn sem Elvis Presley fyllti út fyrir byssuleyfi. Samningur Bítlanna, sem gerður var árið 1962, seldist á 240 þúsund pund, jafnvirði 36,5 milljóna króna, og umsóknin um byssuleyfið seldist á 46 þúsund pund, jafnvirði 7 milljóna króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir