Einn af stofnendum Pink Floyd látinn

Pink Floyd kom síðast saman árið 2005. Rick Wright er …
Pink Floyd kom síðast saman árið 2005. Rick Wright er lengst til hægri á myndinni en auk hans eru David Gilmour, Roger Waters og Nick Mason á myndinni. Reuters

Rich­ard Wright, einn af stofn­end­um bresku rokk­hljóm­sveit­ar­inn­ar Pink Floyd, er lát­inn, 65 ára að aldri. Bana­mein hans var krabba­mein.

Wright, sem lék á hljóm­borð í Pink Floyd, stofnaði sveit­ina ásamt Roger Waters, Nick Ma­son og Syd Bar­rett árið 1965. Hljóm­sveit­in hét upp­haf­lega Stigma 6. 

Fyrsta plata Pink Floyd kom út árið 1967. Ári síðar gekk Dav­id Gilmour í hljóm­sveit­ina og Syd Bar­rett, sem verið hafði aðallaga­smiður, Pink Floyd, hætti skömmu síðar. Bar­rett lést árið 2006. 

Wright samdi nokk­ur lög á kunn­ustu plöt­um Pink Floyd, þar á meðal lög­in The Great Gig In The Sky og Us and Them á plöt­unni Dark Side Of The Moon. 

Wright hætti í Pink Floyd í byrj­un ní­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar vegna ágrein­ings við Roger Waters en gekk aft­ur til liðs við sveit­ina árið 1987 eft­ir að Waters hvarf á braut.

Pink Floyd árið 1967 utan við byggingu EMI í Lundúnum: …
Pink Floyd árið 1967 utan við bygg­ingu EMI í Lund­ún­um: Roger Waters, Nick Ma­son, Syd Bar­rett og Rich­ard Wright. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka