Einn af stofnendum Pink Floyd látinn

Pink Floyd kom síðast saman árið 2005. Rick Wright er …
Pink Floyd kom síðast saman árið 2005. Rick Wright er lengst til hægri á myndinni en auk hans eru David Gilmour, Roger Waters og Nick Mason á myndinni. Reuters

Richard Wright, einn af stofnendum bresku rokkhljómsveitarinnar Pink Floyd, er látinn, 65 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein.

Wright, sem lék á hljómborð í Pink Floyd, stofnaði sveitina ásamt Roger Waters, Nick Mason og Syd Barrett árið 1965. Hljómsveitin hét upphaflega Stigma 6. 

Fyrsta plata Pink Floyd kom út árið 1967. Ári síðar gekk David Gilmour í hljómsveitina og Syd Barrett, sem verið hafði aðallagasmiður, Pink Floyd, hætti skömmu síðar. Barrett lést árið 2006. 

Wright samdi nokkur lög á kunnustu plötum Pink Floyd, þar á meðal lögin The Great Gig In The Sky og Us and Them á plötunni Dark Side Of The Moon. 

Wright hætti í Pink Floyd í byrjun níunda áratugar síðustu aldar vegna ágreinings við Roger Waters en gekk aftur til liðs við sveitina árið 1987 eftir að Waters hvarf á braut.

Pink Floyd árið 1967 utan við byggingu EMI í Lundúnum: …
Pink Floyd árið 1967 utan við byggingu EMI í Lundúnum: Roger Waters, Nick Mason, Syd Barrett og Richard Wright. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka