Fjórir létu lífið þegar Learjet einkaþota fórst í Suður Karólínu í nótt. Tveir komust lífs af, Travis Barker, sem lék á trommur með bandarísku rokksveitinni Blink-182, og vinsæll plötusnúður. Báðir hlutu alvarleg brunasár.
Bandarísk flugmálayfirvöld segja að flugvélin hafi verið í flugtaki þegar bilun kom upp. Vélin fór út af flugbrautinni og brotlenti á nálægum vegi.
Þeir Barker og DJ AM, sem heitir réttu nafni Adam Goldstein, hafi verið fluttir á brunadeild sjúkrahúss í Augusta í Georgíu.
Tveir flugmenn og tveir farþegar létu lífið.