Kynlífsflokkur í Ástralíu

Óperuhúsið í Sydney. Ástralar geta senn kosið kynlífsflokk.
Óperuhúsið í Sydney. Ástralar geta senn kosið kynlífsflokk. Reuters

Þeim Áströlum sem leiðst hef­ur lit­leysi stjórn­mál­anna stend­ur nú nýr spenn­andi val­kost­ur til boða. Það er nefni­lega kom­inn fram á sjón­ar­sviðið flokk­ur sem ger­ir kyn­líf að aðal­efni stefnu­skrár sinn­ar.

Flokkn­um, Austr­ali­an Sex Party, verður form­lega ýtt úr vör í Mel­bour­ne á fimmtu­dag, en hún er jafn­an tal­in evr­ópsk­ust borga syðra.

Tals­menn flokks­ins halda því fram að áströlsk stjórn­mál séu orðin of íhalds­söm og úr takt við tím­ann.

Vill flokk­ur­inn þess í stað ræða um kyn­líf af al­vöru, á þeim grund­velli að þörf sé á stjórn­mála­afli sem ræði op­in­skátt um mála­flokk­inn and­spæn­is siðgæðis­vörðum og stjórn­mála­mönn­um sem gefa sig út fyr­ir að vera sam­fé­lags­lega íhalds­sam­ir.

Fiona Patten, einn helsti talsmaður flokks­ins og formaður Eros Associati­on, banda­lags selj­enda hjálp­ar­tækja ástar­lífs­ins og klám­efn­is syðra, seg­ir kveikj­una að stofn­un flokks­ins þá að stjórn­in hefði samþykkt lög um síu á klám­efni á net­inu.

En sam­kvæmt lög­un­um, sem ætlað er að verja börn gegn barnaklámi, þurfa um­sjón­ar­menn netþjón­ustu að sía út vefsíður sem tald­ar eru óæski­leg­ar sam­kvæmt skil­grein­ingu stjórn­valda.

Þeir net­not­end­ur sem óska eft­ir aðgangi að um­ræddu efni munu eft­ir sem áður geta nálg­ast það, með því að afþakka sí­un­ina.

Sí­un­in er um­deild og vill Patten meina að lög­in muni koma klámiðnaðinum illa, með vís­un til þess að nú sé talið rétt­læt­an­legt að banna efni sem var talið við hæfi fyr­ir tutt­ugu árum. 

Lít­ur Patten á sig sem mál­svara þess meiri­hluta Ástr­ala sem vilji hafa frjáls­an aðgang að klám­efni á net­inu. 

Að henn­ar mati hafa kristn­ir íhalds­menn náð svo langt í siðgæðis­vernd sinni að Ástr­al­ar ótt­ist að taka sér orðið kyn­líf í munn. Ný­legt dæmi sé að aug­lýs­ing þar sem neyt­end­um var lofað „lengra kyn­lífi“ hafi verið tek­in niður vegna um­kvart­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell