Cliff og Skuggarnir saman í ný

Plötuumslag The Young Ones með Cliff Richard og The Shadows …
Plötuumslag The Young Ones með Cliff Richard og The Shadows frá árinu 1961.

Breski söngv­ar­inn Cliff Rich­ard og hljóm­sveit­in The Shadows ætla að koma aft­ur sam­an á næsta ári og fara í hljó­meika­ferðalag, en þá fagn­ar sveit­in 50 ára af­mæli. Rich­ard og The Shadows hafa ekki leikið sam­an á tón­leik­um í 20 ár.

Hljóm­sveit­in réði lög­um og lof­um á vin­sæld­arlist­un­um á seinni hluta sjötta ára­tug­ar­ins og á þeim sjö­unda. Sveit­in kom alls 19 lög­um á topp­inn.

Meðal helstu smella má nefna Move It, Li­ving Doll og Tra­vell­in' Lig­ht. 

Hljóm­sveit­in seg­ir að tón­leika­ferðalagið á næsta ári verði það síðasta. Fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins að miðasala hefj­ist á sunnu­dag, en sveit­in mun alls leika á 11 tón­leik­um.

The Shadows var upp­haf­lega stofnuð til að vera Cliff Rich­ard til halds og trausts, en þá hét hún The Drifters. Nafn­inu var hins veg­ar breytt þegar það kom í ljós að banda­rísk hljóm­sveit bar sama nafn.

The Shadows kom fram í kvik­mynd­um Rich­ard, t.d. The Young Ones og Sum­mer Holi­day.

Árið 1968 hélt urðu breyt­ing­ar á hljóm­sveit­inni og menn fóru að huga að sóló­ferli. Cliff Rich­ard hef­ur t.d. gert það afar gott und­an­farna ára­tugi og nýt­ur enn mik­illa vin­sælda.

Cliff og Skugg­arn­ir

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það sem þú þarfnast til að vaxa í átt að óskum þínum, birtist þér nú um morguninn. Veittu því athygli hvernig þú kemur fram við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það sem þú þarfnast til að vaxa í átt að óskum þínum, birtist þér nú um morguninn. Veittu því athygli hvernig þú kemur fram við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka