Josh Hartnett fær bætur vegna kynlífsslúðurs

Josh Hartnett hefur m.a. leikið í Hollywood myndunum Pearl Harbour …
Josh Hartnett hefur m.a. leikið í Hollywood myndunum Pearl Harbour og Black Hawk Down Reuters

Bandaríska leikaranum Josh Hartnett hafa verið dæmdar bætur vegna slúðurfréttar um meintan kynlífsskandal á hóteli í London. Sagt var frá því í blaðinu The Daily Mirror í september að náðst hafi á öryggismyndavél þegar Hartnett stundaði sjóðheitt kynlíf á bókasafni hótels í Soho-hverfinu í London.

Hinn þrítugi Hartnett er nú búsettur í London þar sem hann leikur í sýningunni Rain Man á West End. Hann lagði fram kæru á hendur blaðinu vegna fréttarinnar, þar sem því er jafnframt haldið fram að starfsmenn hótelsins hafi gengið inn á ástarleiki Hartnett og dularfullu konunnar enda hafi þau ekki reynt að fela sig. Blaðið hefur nú játað að fullyrðingarnar hafi verið með öllu rangar og munu eigendur þess þurfa að greiða leikaranum 20.000 pund í skaðabætur.

Hartnett hyggst láta upphæðina renna alla til góðgerðarmála. Lögmaður Hartnett segir að umfjöllunin hafi verið sársaukafull og niðurlægjandi fyrir ungan leikara sem tekur störf sín alvarlega og leggur sig fram um að koma fagmannlega fram öllum stundum.

Talsmaður Daily Mirror baðst afsökunar fyrir hönd blaðsins og sagðist vonast til að orðspor Hartnett hlyti nú uppreisn æru að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal