„Derrick“ látinn

Horst Tappert, sem lék Derrick, ásamt Fritz Wepper, sem lék …
Horst Tappert, sem lék Derrick, ásamt Fritz Wepper, sem lék Harry Klein. AP

Þýski leikarinn Horst Tappert, sem er Íslendingum góðu kunnur sem lögregluforinginn Stephan Derrick, er látinn 85 ára að aldri. Frá þessu greinir þýska tímaritið Bunte.

Tappert lést á sjúkrahúsi í München á laugardag er haft eftir eiginkonu leikarans.

Sýningar á þáttunum um Derrick hófust á áttunda áratugnum og voru sýndir allt fram á tíunda áratug síðustu aldar. Derrick leysti sakamál, ásamt félaga sínum Harry Klein, með því að beita rökhugsun í stað valds.

Fyrsti þátturinn sem ríkisstöðin ZDF framleiddi var sýndur árið 1974 og alls hafa þættirnir orðið 281 og þeir verið sýndir í 102 löndum. Þeir voru lagðir af árið 1998.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar