Dæmd fyrir framhjáhald

Ok ræðir við fjölmiðla eftir réttarhöldin.
Ok ræðir við fjölmiðla eftir réttarhöldin. Reuters

Ein af þekkt­ustu leik­kon­um Suður-Kór­eu, Ok So-ri, hef­ur fengið átta mánaða skil­orðsbund­inn fang­els­is­dóm fyr­ir að hafa haldið fram­hjá eig­in­manni sín­um.

Áður hafði leik­kon­an reynt að fá stjórn­laga­dóm­stól lands­ins til að ógilda ströng lög sem kveða á um að fram­hjá­hald sé glæp­ur sem varði allt að tveggja ára fang­elsi. Dóm­stóll­inn hafnaði þeirri rök­semd kon­unn­ar að lög­in væru brot á mann­rétt­ind­um.

Yfir þúsund ákær­ur á ári

Á ári hverju eru yfir þúsund manns ákærð fyr­ir fram­hjá­hald í Suður-Kór­eu og þótt það varði allt að tveggja ára fang­elsi eru dóm­arn­ir yf­ir­leitt skil­orðsbundn­ir, þannig að fæst­ir þurfa að sitja inni fyr­ir þetta lög­brot.

Ok So-ri, sem er fer­tug, játaði fram­hjá­haldið eft­ir að fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar kærði hana. Ástmaður kon­unn­ar, landsþekkt­ur popp­söngv­ari, fékk hálfs árs skil­orðsbund­inn fang­els­is­dóm.

Lög­un­um hef­ur fjór­um sinn­um verið skotið til stjórn­laga­dóm­stóls­ins en hann hef­ur alltaf úr­sk­urðað að fram­hjá­hald skaði sam­fé­lags­skip­an­ina og eigi því að varða við hegn­ing­ar­lög.

Í könn­un, sem gerð var í fyrra, kom fram að 68% karl­manna og 12% kvenna í Suður-Kór­eu viður­kenna að þau hafi drýgt hór. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Allir vilja verja sitt svæði og þá ríður á að sýna kurteisi, ekki síst á vinnustað. Vertu opinn fyrir þeim sem eru frábrugðnir öðrum og varastu dómhörku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Allir vilja verja sitt svæði og þá ríður á að sýna kurteisi, ekki síst á vinnustað. Vertu opinn fyrir þeim sem eru frábrugðnir öðrum og varastu dómhörku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant