Listamenn frá 25 löndum eru samankomnir í Singapúr á fyrstu húðflúrhátíð landsins. Aðstandendur hátíðarinnar segja hana fyrstu sinnar tegundar í Asíu, en henni var komið á fót vegna mikils þrýstings frá yngri kynslóðinni. Húðflúr njóta sífellt meiri vinsælda hjá þeim yngri í Singapúr.