Hitler tekinn af foreldrum sínum

Barnaverndaryfirvöld í New Jersey í Bandaríkjunum hafa tekið hinn þriggja ára Adolf Hitler Campbell og systur hans JoyceLynn Aryan Nation og Honszlynn Hinler Jeannie úr vörslu foreldra þeirra. Ekki hefur verið gefið upp hvers vegna börnin voru tekin af foreldrum sínum. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

John Harris, varðstjóri lögreglunnar sem fylgst hefur með fjölskyldunni, segist aldrei hafa séð merki þess að börnin væru vanrækt eða þau beitt harðræði.

„Barnaverndaryfirvöld hafa sínar ástæður og gefa yfirleitt ekki upp  neinar upplýsingar, þannig að við verðum bara að treysta þeim,” segir hann. „Ég hef átt samskipti við fjölskylduna árum saman og hef aldrei heyrt af neinu ofbeldi gegn börnunum. Eftir því sem ég best veit hafa þau alltaf verið góð við börnin.”

Áður hefur verið fjallað um fjölskylduna í fjölmiðlum vegna nafna barnanna en faðir þeirra Hugh Campbell segist hafa nefnt son sinn eftir Hitler, þar sem honum hafi þótt nafnið fallegt og hann hafi vitað að enginn annar í öllum heiminum myndi bera það nafn. Hann hefur hins vegar ekki gefið skýringu á því hvers vegna systir drengsins heitir Aryan Nation eða Aríaþjóðin.

Í desember var greint frá því í fjölmiðlum að bakarí í New Jersey hefði neitað að útbúa afmælistertu með nafni drengsins þar sem það væri „óviðeigandi“.

Drengurinn er elstur barnanna en systur hans eru eins og tveggja ára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir