Fer stelpupoppið alla leið til Moskvu?

Kaja Halldórsdóttir syngur lagið Lygin ein.
Kaja Halldórsdóttir syngur lagið Lygin ein. mbl.is/Eggert

Lag Alberts G. Jónssonar „Lygin ein“ sem á laugardaginn komst áfram í úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins er þegar farið að sækja í sig veðrið í útvarpi og á netinu. Lagið er e.t.v. sérstakt fyrir þær sakir að það er dansvænt á nútímalegan mælikvarða en önnur lög í keppninni hafa helst litið til gömlu dansanna og vikivaka í þeim efnum.

Lagið hefur þar að auki nokkuð kynþokkafullan brag yfir sér þrátt fyrir harðan „girl power“ boðskap textans og í flutningi Köju (eiginkonu Alberts) og dansaranna tveggja eru allar líkur á að lagið veki athygli í sjónvarpi en þar er björninn iðulega unninn í Eurovisjón.

Á hinn bóginn má benda á það að lagið er í raun og veru viðlagslaust og nær þess vegna eiginlega aldrei nógu miklu risi til að fullnægja tóneyranu. Segir það kannski mikið um gæði hinna laganna sem ekki komust áfram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup