Pólskur umferðarníðingur veldur usla

Hr. Prawo Jazdy fékk að líta marga sektarmiðana.
Hr. Prawo Jazdy fékk að líta marga sektarmiðana. AP

Írska lög­regl­an hef­ur nú loks ráðið gát­una um pólsk­an sí­brota­mann sem var sektaður 50 sinn­um fyr­ir um­ferðarlaga­brot en þar sem hann var alltaf skráður á nýtt og nýtt heim­il­is­fang náðist aldrei í hann.

Gát­an leyst­ist eft­ir að glögg­ur lög­reglumaður áttaði sig á því að nafn sí­brota­manns­ins þýddi „öku­skír­teini“ á pólsku.  

Reu­ters frétta­stof­an grein­ir frá því að minn­is­blaði írsku lög­regl­unn­ar hafi lekið í írska fjöl­miðla. Þar komi fram að þegar um­ferðarlög­reglu­menn tóku niður upp­lýs­ing­ar um pólska öku­menn sem höfðu brotið af sér í um­ferðinni skráðu þeir fyr­ir mis­tök nafnið „Prawo Jaz­dy“ sem stóð efst á öku­skír­tein­un­um.

Í raun þýðir „Prawo Jaz­dy“ ein­fald­lega „öku­skír­teini“ á pólsku. Seg­ir í minn­is­blaðinu, sem er frá því í júní árið 2007, að það sé hálfpín­legt að upp­götva að kerfið hafi skapað Prawo Jaz­dy sem ein­stak­ling með yfir 50 um­ferðalaga­brot á bak­inu.

Talsmaður írsku lög­regl­unn­ar neit­ar að tjá sig um málið.

Um 200 þúsund Pól­verj­ar freistuðu gæf­unn­ar á Írlandi meðan að efna­hags­líf þar var í blóma en könn­un sem gerð var í nóv­em­ber síðastliðnum sýn­ir að þriðjung­ur þeirra ráðger­ir nú að snúa til baka vegna krepp­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Allir virðast hafa álit á því sem þú tekur þér fyrir hendur. Vertu þínu innra barni gott foreldri með þvi að hleypa því út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Allir virðast hafa álit á því sem þú tekur þér fyrir hendur. Vertu þínu innra barni gott foreldri með þvi að hleypa því út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir