Engin göt eða tattú

Sumir fyllast ofurást á tattóveringum.
Sumir fyllast ofurást á tattóveringum. Reuters

Fimmti hver ráðningastjóri hjá fyrirtækjum í Danmörku ræður ekki nýjan starfsmann ef honum finnst útlitið óaðlaðandi, að sögn Jyllandsposten. Fólk sem er of feitt, hefur látið gata  á sér nef eða tungu eða er með áberandi tattú, stendur illa að vígi í atvinnuleit.

 Tímaritið Arbejdsmiljö gerði mikla könnun á málinu og fékk svör hjá um 1300 manns sem annast ráðningar. Auk þess sem nefnt var að ofan getur ,,röng" hárgreiðsla eða fatasmekkur haft úrslitaáhrif og valdið því að umsækjandi fær ekki vinnuna sem hann eða hún sótti um.

 ,,Ég veit um mörg fyrirtæki sem ráða ekki mjög feitt fólk af því að gert er ráð fyrir að það eigi við heilbrigðisvanda að stríða," segir Iben Jensen, lektor við Hróarskeldu-háskóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar