Fékk 15 cm spjót gegnum höfuðið

Spjótið lenti rétt fyrir ofan vinstra auga Abreu.
Spjótið lenti rétt fyrir ofan vinstra auga Abreu.

Skurðlæknar í Brasilíu fjarlægðu nýverið 15 cm veiðispjót úr höfði manns en hann hafði verið að kafa við strendur landsins þegar óhappið átti sér stað. Talið er að lyktarskynið verði brenglað um sinn en hann muni síðar ná fullum bata.

Emerson de Oliveira Abreu var að veiða fisk með spjóti við borgina Rio de Janeiro. Hann skaut spjótinu úr þar til gerðu tæki en ekki vildi betur til en svo að það lenti á steini og kastaðist til baka.

Spjótið, sem var 15 cm, lenti rétt fyrir ofan vinstra auga Ambre og fór svo djúpt að rétt sást í endann á því. Lukkulega fór það framhjá öllum mikilvægustu stöðvum heilans. Um fimm tíma aðgerð þurfi til að ná spjótinu út og heppnaðist hún vel. Segir skurðlæknirinn að lyktarskynið verði um tíma ekki jafngott og það var en það muni jafna sig.

Að sögn vinar Abreu, sem var með honum þegar óhappið átti sér stað, var Abreu með meðvitund eftir slysið og gat haldið uppi samræðum. Búist er við að Abreu verði útskrifaður af spítala eftir vikur.

Abreu er á batavegi.
Abreu er á batavegi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir