Met í áti á rauðum pipar

Anandita Dutta Tamuly, frá Indlandi, vonast til þess að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir það afrek sitt að borða 51 rauðan pipar (eða chilli-ávöxt) á innan við tveimur mínútum. Um er að ræða sterkustu tegund rauðs pipars sem nefndur er „drauga chilli“

Tamuly át herlegheitin fyrir framan áhorfendur í norðausturhéraðinu Assam. Meðal áhorfenda voru bresku kokkurinn Gordon Ramsay. Sjálfur reyndi hann að borða einn rauðan pipar en gafst upp og bað umsvifalaust um vatn. 

Í samtali við AP sagðist Tamuly ekki nógu ánægð með árangur sinn þar sem sér hefði áður tekist að sporðrenna allt að 60 rauðum piparávöxtum við annað tækifæri. 

Heimsmetabók Guinness viðurkenndi árið 2007 að drauga cilli væri sterkast krydd heims. Kryddið er tvisvar sinnum sterkara en það krydd sem talið er næststerkasta krydd í heimi. 

Að sögn Tamuly hefur hún síðan hún var á barnsaldri borðað drauga chilli. Haft er eftir Atul Lahkar, indverskum kokk sem viðstaddur var átinu, að Tamuly hefði nuddað 25 fræjum úr draug chilli-ávextinum í augu sín í eina mínútu við mikla undrun áhorfenda. 

Núgildandi heimsmetshafi í áti á sterku kryddi er Suður-Afríkubúi sem át átta jalapeno á innan við mínútu. Talsmenn Heimsmótabóka Guinness hafi enn ekki staðfest afrek Tamuly. 

Indverks verkafólk í bænum Ahmedabad fjarlægðir stilka úr rauðum piparávöxtum. …
Indverks verkafólk í bænum Ahmedabad fjarlægðir stilka úr rauðum piparávöxtum. Útflutningur Indverkja á rauðum pipar nemur á annað hundrað þúsund tonnum á ári hverju. Amit Dave
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson