Hvað er þetta „hitt“?

Hátt í 200 manns mættu til að horfa á Draumaland Andra Snæs Magnasonar og Þorfinns Guðnasonar í gærkvöldi og ræða efni myndarinnar í gamla íþróttasal Borgarhólsskóla á Húsavík. Í myndinni gagnrýnir Andri Snær harkalega Alcoa og fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík.

Heimamenn hafa lengi barist fyrir nýjum atvinnutækifærum en ekki var gott að átta sig á því hvort fleiri í salnum voru með eða á móti framkvæmdum. Bæði sjónarmið komu fram.

Þær raddir heyrðust að undarlegt væri hve mikið væri fjallað um framkvæmdir á landsbyggðinni en nánast ekkert um álverin í grennd við Reykjavík. Andri Snær lagði hins vegar áherslu á að myndin fjallaði í raun um það æði sem greip þjóðina, og stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjun og það sem henni tengdist, væri eðlilega í brennidepli.

Sveitarstjórinn í Norðurþingi, Bergur Elías Ágústsson, þakkaði Andra Snæ fyrir að koma en hafði ýmislegt við myndina að athuga. Hann sagðist upplifa myndina þannig að lítið væri gert úr fólki og nefndi sérstaklega Guðmund Bjarnason, fyrrverandi sveitarstjóra Fjarðabyggðar, þann mæta mann. Hann sagði líka að svæðið fyrir norðan hefði mikið verið rannsakað og vísindamenn teldu sig vita hve mikla orku þar væri að hafa og gagnrýndi staðhæfingar í myndinni um að það væri óljóst.

„Ég þakka boðskapinn sem þú flytur og hann vekur okkur hugsanlega til vitundar um að það er ekki sjálfsagður hlutur að valta yfir landið. Við hljótum að þurfa að líta í eigin barm og spyrja hvort þetta sé akkúrat það sem við þurfum að gera núna; að rústa náttúruna,“ sagði maður í salnum, sem sagðist ekki vanur því að tala á mannamótum og hefði líklega þagað alltof lengi.

Hann sagði að þeir sem væru andvígir álveri væru gjarnan spurðir að því hvort þeir vildu tína fjallagrös eða ber. Hvað þetta „hitt“ væri sem þeir ætluðu að gera ef ekki kæmi álver. „Af hverju þurfum við að svara því núna?“

Mest var klappað eftir að þessi maður lauk máli sínu.

„Ég er samþykk öllu sem þessi maður sagði og hér eru margir sem hugsa eins en þora ekki að segja það,“ sagði kona sem næst tók til máls.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir