Mús fannst í maltbrauði

Músin hefur greinilega laumað sér í bökunarformið áður en deiginu …
Músin hefur greinilega laumað sér í bökunarformið áður en deiginu var hellt í það.

Óhætt er að segja að írsk­ur karl­maður hafi fengið meira en hann bað um þegar hann fann heila mús í nýkeyptu malt­brauði sínu. Þegar hann tók brauðið úr umbúðunum sá hann mús­ina sem var sem þrykkt inn í brauðið.

Málið fór ný­verið fyr­ir dóm­stól á Norður-Írlandi. Dóm­ar­inn hlýddi á frá­sögn manns­ins sem sagðist hafa keypt sér malt­brauð í kjör­búð í Ballymo­ney rétt fyr­ir jól­in 2007. Í fram­hald­inu ákvað dóm­ar­inn að sekta fyr­ir­tækið D Hyndm­an and Son um þúsund pund fyr­ir að dreifa skemmd­um mat­væl­um í búðir.

Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins var viðstadd­ur rétt­ar­höld­in. Lög­fræðing­ur fyr­ir­tæk­is­ins sagði ljóst að músar­fund­ur­inn hefði verið fyr­ir­tæk­inu mikið áfall. Hann velti upp þeim mögu­leika að ein­hver hefði komið mús­inni fyr­ir í brauðinu til þess að skaða orðspor bak­ar­ans sem á að baki rúm­lega 60 ára far­sæl­an starfs­fer­il.

Dóm­ar­inn fékk að sjá ljós­mynd­ir af mús­inni í brauðinu. Fram kom við rétt­ar­höld­in að bök­un­ar­formin sem brauðin eru bökuð í væru ávallt smurð dag­inn áður en deigið væri sett í þau. Sök­um þessa væri, að sögn sak­sókn­ara, mögu­legt fyr­ir mýs að lauma sér í formin áður en deig­inu væri komið fyr­ir.

„Til að gæta allr­ar sann­girni garn­vart stefndu þá skal því haldið til haga að fyr­ir­tækið hef­ur ávallt haft í sinni þjón­ustu mein­dýra­eyði sem reglu­lega tek­ur fyr­ir­tækið út, líka áður en þetta mál kom upp,“ var haft eft­ir sak­sókn­ar­an­um.

Í máli verj­and­ans kom fram að ít­ar­leg mein­dýra­út­tekt væri gerð hjá bak­ar­an­um á sex vikna fresti. Sagði hann rúm­lega 130 músa­gildr­ur að finna í húsa­kynn­um bak­ar­ans nú um stund­ir. Tók hann fram að starfs­fólk baka­rís­ins leiti að mús­um dag­lega og tveir starfs­menn séu í fullu starfi við að skoða og hreinsa músa­gildr­urn­ar.

Við dóms­upp­kvaðning­una sagðist dóm­ar­inn hafa tekið til­lit til al­manna­hags­muna við ákvörðun sekt­ar­inn­ar, en einnig horft til hvaða aðgerða fyr­ir­tækið hef­ur gripið til þess að bregðast við músa­vand­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ert enn og aftur beðinn um að leysa klípu, en þér leiðist það. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að viðhalda sambandi þínu og vina þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ert enn og aftur beðinn um að leysa klípu, en þér leiðist það. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að viðhalda sambandi þínu og vina þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir