Stjörnustúlka viðurkennir ósannindi

Belgísk unglingsstúlka hefur nú viðurkennt að hafa beðið húðflúrara um að skreyta andlit sitt með 56 stjörnum. Stúlkan hélt því upphaflega fram að hún hefði einungis beðið um þrjár litlar stjörnur í andlitið. Sagðist hún hafa sofnað á meðan húðflúrarinn vann verkið og því ekki gætt að því hvað hann gerði. 

 Myndir birtust af stúlkunni Kimberley Vlaminck víða um heim í síðustu viku og var sá sem vann verkið, og kallar sig Hr. Toumaniantz, nefndur „Húðflúrarinn frá helvíti“.

Toumaniantz hefir alla tíða staðhæft að stúlkan hafi beðið um allar stjörnurnar og sagt hana hafa gripið til lyga þegar faðir hennar hafi brugðist illa við hinu nýja útliti hennar.„Ég bað um 56 stjörnur og var mjög ánægð með þær en þegar pabbi minn sá þær þá varð hann reiður. Ég sagði því að ég hefði sofnað og að húðflúrarinn hefði gert mistök,” sagði hún í sjónvarpsviðtali í gær. 

Áður en stúlkan viðurkenndi ósannindi hafði Toumaniantz fallist á að borga helming laser-aðgerðar til að fjarlægja stjörnurnar af andliti stúlkunnar. Hann hefur nú dregið það tilboð sitt til baka. Hann segist þó alls ekki ósáttur við málið enda hafi það reynst hin ágætasta auglýsing fyrir hann.

„Ég sé ekki eftir neinu. Satt að segja þá hef ég fengið mikið umtal út á þetta,” segir hann í viðtali við breska blaðið Daily Telegraph. Þá segist hann framvegis ætla að láta viðskiptavini sína undirrita verkbeiðni áður en hann hefjist handa við að húðflúra þá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar