„Láttu ekki vín breyta þér í svín“ vinnur til verðlauna í Cannes

Auglýsingin var valin sú besta.
Auglýsingin var valin sú besta.

Sjónvarpsauglýsingin Láttu ekki vín breyta þér í svín var valin besta almannaheillaherferðin og hlaut viðurkenningu í Cannes í dag. Auglýsingastofan ENNEMM tók á móti viðurkenningunni úr hendi borgarstjórans í Canne.

Í fréttatilkynningu frá ENNEMM segir: „Auglýsingin var valin sú besta af 400 almannaheilla-herferðum frá 35 löndum af gestum sem komu og skoðuðu svonefnda act.responsible sýningu sem sett var upp í Cannes af ACT Responsible samtökunum. Gestir sýningarinnar hafa nú í átta ár greitt atkvæði um uppáhalds auglýsingaherferðir sínar.
 
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjónvarpsauglýsingin Láttu ekki vín breyta þér í svín vekur athygli utan landsteinana því hún var í lok síðasta árs tilnefnd ásamt fjórum öðrum auglýsingum til verðlauna í flokknum Public Health & Safety á evrópsku auglýsingahátíðinni Eurobest í Stokkhólmi. 

Markmið ACT Responsible, sem eru samtök sem starfa án hagnaðarsjónarmiða, er að sameina, byggja upp og hvetja til ábyrgra samskipta um uppbyggingu og þróun í átt til aukinnar sanngirni og félagslegrar ábyrgðar. ACT sýnir hvernig auglýsingagerðarmenn frá öllum heimsálfum geta notað sköpunarkraftinn – sem er þeirra meginstyrkur – til þess að gegna mikilvægu hlutverki í glímunni við þýðingarmikil verkefni samtímans."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lítur alltaf á björtu hliðarnar og það virkar vel. Losaðu þig við gamalt dót, þér líður svo miklu betur á eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lítur alltaf á björtu hliðarnar og það virkar vel. Losaðu þig við gamalt dót, þér líður svo miklu betur á eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Colleen Hoover