Hjólið komið til Tortóla?

Bíræfnir þjófar léku grínistann Þorstein Guðmundsson grátt í nótt sem leið. Farkostur hans, Ducati mótorhjól var horfið eins og dögg fyrir sólu þegar hann hugðist halda til vinnu í morgun.

Lögreglan ráðlagði Þorsteini að hafa samband við fjölmiðla og hvetur hann almenning til að hafa augun hjá sér og eru þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um málið beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444 1100.

Þorsteinn telur að þjófarnir hafi komið á sendibíl og fjarlægt hjólið er enginn sá til. Hann sagði að eftir tíð innbrot í bíla og íbúðir í götunni hefði komið til tals að koma upp grenndarvöktun nágranna til að sporna við þessari innrás í einkalíf fólks.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar