Harry Potter leikari með svínaflensu

Leikarinn Rubert Grint smitaðist af svínaflensu
Leikarinn Rubert Grint smitaðist af svínaflensu

Leikarinn ungi Rubert Grint sem frægastur er fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasly í Harry Potter kvikmyndunum hefur smitast af svínaflensu, aðeins þremur dögum fyrir frumsýninguna á nýjustu Harry Potter myndinni í London.

Að sögn talsmann hans hefur Grint þurft að taka sér nokkurra daga frá frá tökum á næstu mynd í seríunni, „Harry Potter and the Deathly Hallows“, vegna veikindanna en fullyrt er að hann muni eftir sem áður slást í för með meðstjörnum sínum á rauða dreglinum í tilefni frumsýningarinnar á fimmtudag.

„Það staðfestist hér með að Rubert Grint hefur tekið sér nokkurra daga frí frá tökum vegna vægra einkenna svínaflensu,“ segir í tilkynningu frá talsmanni hans.

„Hann er hinsvegar á batavegi og hlakkar til að hitta meðleikara sína aftur á  frumsýningunni auk þess sem hann mun snúa aftur í settið strax í kjölfarið.“

Tökur á kvikmyndinni hafa að sögn ekki tafist vegna fjarveru hins tvítuga leikara. 

Fjórir hafa nú látist af völdum svínaflensuveirunnar A (H1N1) í Bretlandi og þar eru flest tilfelli staðfest af öllum Evrópulöndum, eða 7.500. Bresk yfirvöld vöruðu við því í vikunni að sú tala gæti hækkað upp yfir 100.000 manns fyrir lok ágúst.

Harry Potter and the Half-Blood Prince verður frumsýnd víðast hvar í Evrópu þann 15. júlí næstkomandi, þar á meðal á Íslandi. 

Rupert Grint ásamt félögum sínum úr Harry Potter þeim Emmu …
Rupert Grint ásamt félögum sínum úr Harry Potter þeim Emmu Watson og Daniel Radcliffe. STEPHEN HIRD
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka