Miðarnir rokseljast

Miðar á tón­leika Jet­hro Thull í Há­skóla­bíó þann 11. sept­em­ber næst­kom­andi rok­selj­ast en um 600 miðar seld­ust fyrsta klukku­tím­ann í morg­un. Tæp­lega eitt þúsund miðar eru í boði og eru ör­fá­ir miðar eft­ir að sögn tón­leika­hald­ara.

Ian And­er­son, stofn­andi og leiðtogi bresku rokksveit­ar­inn­ar Jet­hro Tull, átti frum­kvæði að tón­leik­un­um og hyggst hann láta ágóðann renna til góðgerðar­mála.

And­er­son ætl­ar að bjóða ís­lensku tón­listar­fólki að taka þátt í tón­leik­un­um með sér en meðal þeirra má nefna söng­kon­una Bryn­dísi Jak­obs­dótt­ur (Dísu).

Ian And­er­son hef­ur ákveðið að taka með sér til Íslands þrjá liðsmenn Jet­hro Tull sem all­ir voru með á ógleym­an­leg­um tón­leik­um sveit­ar­inn­ar í Há­skóla­bíói haustið 2007, hljóm­borðs- og dragspils­mann­inn John O'Hara, bassa­leik­ar­ann Dav­id Goodier og gít­ar­is­t­ann Flori­an Opa­hle. Fimmti liðsmaður­inn verður tromm­ar­inn Mark Mondes­ir sem er til­tölu­lega ný­lega far­inn að spila með Tull og er í sveit­inni á tón­leika­ferð henn­ar um heim­inn á ár­inu 2009.

Upp­hit­un verður í hönd­um Ragn­heiðar Grön­dal og þjóðlaga­sveit­ar­inn­ar sem sam­an­stend­ur af Hauki Grön­dal, Guðmundi Pét­urs­syni, Birgi Bald­urs­syni og Matth­íasi M.D. Hem­stock.

Á tón­leik­un­um verða flutt göm­ul og ný lög Jet­hro Tull auk nokkura laga frá hinum ís­lensku gest­um.

All­ur ágóði af tón­leik­un­um renn­ur til fjöl­skyldna Vild­ar­barna og Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Leynileg hurð opnast þar sem áður var veggur. Reyndu að setja saman sanngjarna áætlun sem hentar öllum hlutaðeigendum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Leynileg hurð opnast þar sem áður var veggur. Reyndu að setja saman sanngjarna áætlun sem hentar öllum hlutaðeigendum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf