Settur sofandi um borð í lest

Gerl, sofandi í sófanum á lestarstöðinni.
Gerl, sofandi í sófanum á lestarstöðinni.

Nokkrir stríðnispúkar ákváðu nýverið að stríða aðeins félaga sínum, Gerle Kittler, eftir að hann sofnaði í sófanum í partýi sem þeir voru allir í.

Þeir tóku því sófann með hinum sofandi Gerle á og rúlluðu honum tæpa tvo kílómetra, að næstu lestarstöð og komu honum um borð í lest eftir að hafa keypt miða fyrir hann og sófann aðra leiðina.

Gerle vaknaði við það að lögreglan vakti hann og hafði ýmsar spurningar. Þá var hann staddur á annarri stöð, rúmum sex kílómetrum lengra í burtu.

,,Ég sef alltaf eins og steinn svo ég tók ekki eftir neinu fyrr en löggan hristi mig og spurði um skilríki. Mér fannst ég vera staddur í slæmri kvikmynd," segir Gerle.

Annað áfall kom þegar hann uppgötvaði að hann hafði ekkert reiðufé á sér og gemsinn hans var dauður.

,,Ég hljóp sex kílómetra heim og fór beint í rúmið," sagði hann.


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir