Froskaleifar í Pepsi-dós

AP

Karlmanni í Flórída í Bandaríkjunum brá heldur betur í brún þegar hann sá froskaleifar í Pepsi-dós sem hann hafði opnað. Frá þessu greinir matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA).

„Þetta hefur verið staðfest og þetta svo sannarlega froskur,“ segir Charles Watson, talsmaður FDA, en dýrið var greint á rannsóknarstofu eftirlitsins.

Fred DeNegri, sem átti dósina, segir í samtali við CNN-fréttstofuna að sér hefði brugðið mikið þegar hann sá „viðbjóðslega klessu“ í drykknum. Þetta hafi verið eitthvað sem hann átti svo sannarlega ekki von á.

Fram kemur að  DeNegri hafi keypt dósina hjá versluninni Sam's Club.

FDA rannsakar nú hvernig froskurinn komst í dósina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir