Kynlíf fyrir heimilisfriðinn

Bók Bandaríkjamannanna Cindy Meston og David Buss um ástæður þess að konur sækjast eftir kynlífi hefur vakið mikla athygli. Í bókinni er því haldið fram að ólíkt körlum þurfi konur að hafa sérstakar ástæður til að langa til að stunda kynlíf. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Höfundar bókarinnar segja allt að 200 ástæður geta legið að baki því að konur vilji stunda kynlíf og að fæstar þeirra tengist ást eða líkamlegri lögnun. Ástæðurnar séu mun frekar þær að konur vilji í raun tryggja sér eitthvað eða ná einhverju fram með kynlífi.    

Höfundarnir, sem bæði eru fræðimenn við háskólann í Austin í Texas, byggja bók sína á viðtölum sem þau tóku við rúmlega 1.000 konur.Á meðal þess sem konurnar nefna helst sem ástæður þess að þær stundi kynlíf er að þær vilji koma í veg fyrir að eiginmenn þeirra leiti annað eftir kynlífi, að það geri þær sjálfsöruggari og eiginmenn þeirra samvinnuþýðari, m.a. við heimilisverkin.

Þá nefnir hópur þeirra kynlíf sem vörn gegn mígreni.84% kvennanna segja einnig algengt að þær stundi kynlíf til að létta lund maka síns og halda þannig heimilisfriðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir