Obama sagði Kanye West bjána

Kanye West truflaði þakkarræðu söngkonunnar Taylor Swift á MTV-myndbandahátíðinni í …
Kanye West truflaði þakkarræðu söngkonunnar Taylor Swift á MTV-myndbandahátíðinni í New York um helgina. Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlaðist ekki til þess að allur heimurinn fengi að vita að hann hefði kallað rapparann Kanye West bjána eftir að sá síðarnefndi ruddist upp á svið til þess að mótmæla því að sveitasöngkonunni Taylor Swift voru afhent myndbandaverðlaun MTV á sunnudagskvöld.

Obama lét ummæli sín falla í hléi í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNBC. Fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar ABC heyrði ummælin og lét vita af þeim á Twitter-síðunni sinni.

Yfir ein milljón manns sáu síðuna og létu aðra Twitter-notendur vita. Talsmaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar kveðst hafa beðið CNBC-sjónvarpsstöðina og Hvíta húsið afsökunar. Hann getur þess einnig að koma eigi í veg fyrir að slíkt gerist aftur.

Hvorki CNBC né Hvíta húsið hafa tjáð sig um tilvitnunina í forsetann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson