Polanski ekki sleppt úr fangelsi

Roman Polanski.
Roman Polanski. Reuters

Svissneska dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfu leikstjórans Romans Polanskis um að verða sleppt úr fangelsi á meðan fjallað er um framsalskröfu bandarískra saksóknara á hendur honum.

Folco Galli, talsmaður ráðuneytisins, segir að svissnesk stjórnvöld telji að mikil hætta sé á að Polanski flýi verði honum sleppt úr haldi.

Lögmenn Polanskis hafa einnig höfðað mál fyrir svissneskum dómstólum þar sem þess að krafist að leikstjóranum verði sleppt.

Polanski var handtekinn 25. september þegar hann kom til Zürich til að vera viðstaddur kvikmyndahátíð þar sem veita átti honum sérstök heiðursverðlaun. Bandarísk stjórnvöld kröfðust þess að Polanski yrði handtekinn og vilja fá hann framseldan vegna ákæru, sem hann sætti árið 1977 fyrir að nauðga 13 ára stúlku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir